aðeins um mig

Ég heiti Steinunn Birna Guðjónsdóttir (f. 1990), bý ásamt fjölskyldu minni á Selfossi, er með BA í þjóðfræði og hef stundað meistaranám í Menningarmiðlun síðustu ár. Haustið 2021 skráði ég mig í handmótun í Myndlistaskólanum í Reykjavík og hef verið að leira uppfrá því. Áður var ég mikið að prjóna og gaf út prjónauppskriftir sem finna má hérna á síðunni.

HÚM stúdíó

Ég hef verið með aðstöðu í Húm stúdíó frá 2021. Til að byrja með vorum við á Austurvegi 9-11, fyrir ofan Íslandsbanka á Selfossi og vorum duglegar að halda ýmsa viðburði. En við misstum þá aðstöðu og vorum "heimilislausar" í heilt ár þegar okkur bauðst að vera í Gagnheiði 45 og höfum verið þar frá því í desember 2023. Segj má að starfsemin sé með töluvert breyttu sniði þar sem aðstaðan núna býður ekki upp á viðburðahald, en höfum verið að taka á móti minni hópum við hvers kyns tilefni. Ég sjálf tek auðvitað á móti hópum að leira.

Ég er ótrúlega heppin með fólkið mitt. Á dásamlegan eiginmann, létum pússa okkur saman í apríl 2024 og tvær dásamlegar dætur sem passa uppá að við foreldrarnir höfum alltaf eitthvað fyrir stafni. Hægt er að fylgjast betur með mér og því sem ég er að gera í listinni á instagram, mæli með að kíkja á það og henda í follow.

sjá meira

Hafa samband