Villingar

Villingar eru gifs plattar sem ég steypi eftir villtum íslenskum blómum og þaðan fá þeir heitið sitt. Í villinga línunni má finna platta með berjalyngi, gleym-mér-ei, kúmen, ljónslappa og blóðbergi meðal annars.

Skoða meira

Leirstund

Hvað er skemmtilegra en að hittast í góðra vina hópi og leira saman? Eina sem þið þurfið að gera er að mæta með góða skapið og njóta þess að handleika leirinn.

Ég glerja svo fyrir ykkur, getið valið um tvo liti, svart eða hvítt.

Hægt er að koma til mín í eina kvöldstund að leira með þínum hópi. Þið veljið ykkur tíma í samræði við mig, annað hvort með því að senda mér skilaboð á instgram @by_steinunn eða senda mér email á steinunnbirna@gmail.com

Brúðarplattar

Viltu varðveita brúðarvöndinn þinn á fallegan hátt? Tek að mér að umbreyta brúðarvöndum í fallega veggplatta.

Skoða meira